PERSÓNUVERND

Þessi persónuverndaryfirlýsing útlistar persónuverndarstefnuna hvað varðar söfnun, vinnslu, geymslu, birtingu og skráningu (með svokölluðum „kökum“) á persónulegum upplýsingum á Perfetti Van Melle vefsvæðinu/vefsvæðunum („vefsvæði“).

1. Verndun persónulegra gagna
Perfetti Van Melle („við/okkur/okkar“), staðsett í Hollandi, leggur mikla áherslu á að vernda persónuleg gögn þín. Það er hluti af grundvallarstefnu okkar að fara með persónuleg gögn sem þú veitir okkur í samræmi við lög og eingöngu í þeim tilgangi að veita umbeðna þjónustu, sem og í tilgangi sem þú hefur veitt heimild fyrir með skýrum hætti. Áður en þú opnar vefsvæðið viljum við láta þig vita hvaða gögn við biðjum um frá þér og í hvaða tilgangi slíkum gögnum er safnað og þau notuð.

Við förum með persónuleg gögn þín sem algjört trúnaðarmál. Við munum beita viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum úrræðum til að vernda öryggi og leynd persónulegra gagna þinna og krefjast þess að viðtakendur þeirra geri slíkt hið sama. Við vistum persónulegu gögnin þín eingöngu eins lengi og nauðsyn krefur í ofangreindum tilgangi. Að þeim tíma liðnum verður gögnunum þínum eytt.

Vefsvæðið mun leggja sig fram við að fara eftir lögum í allri söfnun, vinnslu og geymslu á gögnum viðskiptavina sinna og mun hlíta öllum beiðnum um aðgang í samræmi við lög. Vefsvæðið mun eingöngu nota gögnin til þess að uppfylla lögmætan tilgang sinn og hlutverk með þeim hætti að það hafi ekki skaðvænleg áhrif á hagsmuni einstaklinga. Við munum viðhafa tilhlýðilega vandvirkni við söfnun, vinnslu og geymslu allra viðkvæmra gagna og gerum okkar besta til að halda öllum gögnum réttum og öruggum. Með því að nota vefsvæðið samþykkir þú slíka vinnslu og ábyrgist réttmæti allra gagna og efnis sem þú veitir, hleður upp og/eða geymir.

2. Söfnun persónulegra gagna
Persónuleg gögn geta innihaldið allar einstaklingsbundnar upplýsingar um persónulegar eða raunverulegar aðstæður hvaða einstaklings sem er. Þær geta einnig falið í sér til dæmis netfang, eftirnafn, fornafn, fæðingardag og fæðingarstað, heimilisfang og símanúmer, fjölskylduaðstæður, menntun, atvinnu o.s.frv. Við söfnum eingöngu persónulegum gögnum frá þeim sem heimsækja vefsvæðið okkar þegar viðkomandi einstaklingur óskar þess og það er nauðsynlegt til þess að hafa samband við viðkomandi notanda eða þegar það er nauðsynlegt til að nýta sér ákveðna þjónustu. Til dæmis gæti það átt við um aðgang að markaðs- eða kynningarverkefnum sem og vissum eiginleikum sem við eða þriðju aðilar bjóða, ef þú ákveður að taka þátt.

Í gegnum tengla á vefsvæðinu okkar gæti þér verið beint til netþjónustu þriðju aðila, sem kynnu sjálfir að safna, vinna úr og nota persónuleg gögn. Vera má að þú þurfir að skrá þig og láta frá þér einhver persónuleg gögn í þeim tilgangi að nota slíka þjónustu þriðja aðila. Í tengslum við þá þjónustu og í þeim tilgangi að hlíta viðeigandi lögum um gagnavernd bera stjórnendur ytri vefsvæða, sem kunna að upplýsa þig um meðferð sína á persónulegum gögnum þínum með sinni eigin persónuverndarstefnu, einir ábyrgð. Við höfum engar leiðir til að tryggja að gögnin þín séu varin með sama hætti af viðkomandi fyrirtækjum og þau eru varin af okkur.

3. Vinnsla og notkun persónulegra gagna
Við vinnum úr og notum persónulegu gögnin þín eingöngu að því marki sem þú hefur samþykkt og/eða það er nauðsynlegt til að nota þjónustuna. Hið síðarnefnda á sérstaklega við þegar við notum gögnin að þinni beiðni í samskiptalegum tilgangi, þ.e. svo þú fáir aðgang að vissu efni eða svo við getum veitt þér upplýsingar um vörur okkar. Fyrir slíkan tilgang eru gögnin þín vistuð á miðlægum þjóni sem staðsettur er í [Bretlandi] og óviðkomandi þriðju aðilar hafa ekki aðgang að. Að því gefnu að þú hafir áður veitt fyrir því sjálfviljugt samþykki að fengnum nauðsynlegum lagalegum upplýsingum, kunnum við einnig að nota og framselja einstaklingsbundin persónuleg gögn í markaðsrannsóknarlegum tilgangi eða til að búa til talnagögn eða í auglýsingalegum tilgangi til annarra fyrirtækja sem tengjast okkur (þar á meðal utan Evrópu). Eingöngu verður haft samband við notendur í auglýsingalegum tilgangi ef þeir hafa samþykkt það. Persónulegu gögnin þín verða ekki með neinum hætti seld eða færð til þriðju aðila sem tengjast ekki okkar fyrirtæki. Við búum ekki til neinn notandaprófíl eða áhugasviðaprófíl á grundvelli persónulegra gagna þinna.

4. Notkun persónulegra gagna utan ESB
Að því marki sem við söfnum, vinnum úr og notum persónulegu gögnin þín, skal það gert í samræmi við viðeigandi lagaákvæði um gagnavernd. Þessi ákvæði kunna í ákveðnum tilvikum að krefjast samþykkis þíns fyrir söfnun, vinnslu og notkun á persónulegum gögnum. Áður en þú sendir okkur persónuleg gögn í tengslum við notkun á vefsvæðinu mun yfirlýsing um samþykki birtast sjálfkrafa á skjánum. Yfirlýsingin um samþykki kann að upplýsa þig um notkun á persónulegum gögnum og flutning á persónulegum gögnum frá Bretlandi til tengdra fyrirtækja í Evrópusambandinu og utan Evrópusambandsins þar sem gagnaverndin kann að vera minni, eins og í Bretlandi, og um flutning á persónulegum gögnum til þriðju aðila. Við biðjum þig um að lesa vandlega allar yfirlýsingar um samþykki sem birtast á skjánum. Ef þú samþykkir yfirlýsinguna um sjálfviljugt og skýrt samþykki fyrir vinnslu á persónulegum gögnum þínum eins og þeim er lýst í þessari persónuverndarstefnu, þar á meðal flutningi á persónulegum gögnum þínum til þriðju aðila, skaltu haka við viðeigandi reiti til að gefa samþykki þitt til kynna. Þú getur afturkallað samþykki þitt hvenær sem er með því að senda bréf til: Perfetti Van Melle Benelux B.V., Zoete Inval 20, Postbus 3000, 4800 DA Breda, Hollandi. Þú mátt lýsa yfir þessari afturköllun hvenær sem er. Þá eyðum við þeim persónulegu gögnum þínum sem við geymum án ástæðulausrar tafar.

5. Beiðni um persónuleg gögn
Enn fremur getur þú hvenær sem er, þér að kostnaðarlausu, farið fram á upplýsingar um það hvað við geymum af persónulegu gögnum þínum, sem og um allar yfirlýsingar um samþykki, með því að senda okkur skriflega beiðni til: Perfetti Van Melle Benelux B.V., Zoete Inval 20, Postbus 3000, 4800 DA Breda, Hollandi. Auk þess geturðu farið fram á að röng gögn séu leiðrétt, lokað sé fyrir þau eða þeim eytt og/eða að gögnunum þínum sé eytt með þessum hætti eða haft samband við okkur ef þú hefur frekari spurningar varðandi þessa yfirlýsingu um gagnavernd. Þú getur einnig notað þennan samskiptamáta til að tilkynna öll brot á hugverkarétti eða tikynna óviðeigandi eða móðgandi efni.

6. Gagnaskráning
Vefsvæðið kann að safna tæknilegum gögnum um það hvaða netvafra og stýrikerfi þú notar. Þessar upplýsingar auðkenna þig ekki sem einstakling og eru eingöngu notaðar til að fylgjast með notkun á vefsvæðinu.

Þegar þú opnar vefsvæðið skrá vefþjónar okkar sjálfkrafa og varanlega viss tengingargögn eins og heiti netþjónustunnar þinnar, vefsvæðið sem þú heimsækir okkur frá sem og dagsetningu, heimsóknartíma, tíðni og leið heimsóknar þinnar. Við skráum þessi gögn eingöngu í þeim tilgangi að taka saman talnagögn og við notum þau ekki á nokkurn annan hátt.

6.1 Kökur
Við skráum gögn á vefsvæðinu með því að nota „kökur“. Kökur eru litlar upplýsingaeiningar sem eru geymdar á hörðum diski tölvunnar þinnar í þeim tilgangi að greina endurtekna notkun á þjónustu sem er boðin á vefsvæðinu. Einnig eru til svokallaðar „lotukökur“ sem eru notaðar fyrir tengingarstjórnun og verða áfram í aðalminni tölvunnar þinnar. Þetta þýðir að lotukakan verður ekki áfram í tölvunni þinni eftir að þú lokar vafranum. Flestir netvafrar samþykkja kökur sjálfkrafa. Engar persónulegar upplýsingar eru vistaðar í kökunni sem eru gefnar út af vefsvæðinu. Gildið sem er vistað í kökunni er nafnlaust auðkenni sem er ekki tengt við neinar aðrar persónulegar upplýsingar sem þú kannt að veita meðan á heimsókninni stendur. Ef þú vilt ekki fá þessar kökur geturðu slökkt á þeim í vafranum þínum. Þú átt því alltaf kost á því að hafna uppsetningu á köku í tölvunni þinni en ef þú gerir það getur það haft áhrif á virkni vefsvæðisins. Við notum ekki kökur í auglýsingalegum tilgangi eða til að búa til notandaprófíla eða í öðrum tilgangi sem tengist viðskiptalegu mati án þíns samþykkis. Kökur eru fyrst og fremst notaðar til að búa til talnagögn sem og að hlíta notandaskilmálum.

  • Við höfum komið upp „tækisköku“. Með þessari köku getum við séð hvort gestur heimsækir vefsvæðið í gegnum borðtölvu, spjaldtölvu eða farsíma. 

  • Við höfum komið upp stöðluðum Google Analytics rakningarkóða

  • Google PageSpeed Module fyrir afköst og skyndivistun.

Cookies Drupal (CMS) hefur sjálfkrafa verið komið upp:

  • Drupal.tableDrag.showWeight, has_js: Efnisstjórnunarkerfið okkar, Drupal, lætur þessar kökur geyma viðmótskjörstillingar notenda.

7. Tegundir og notkun vefsvæðisins á kökum

Á listanum fyrir neðan er útskýrt hvaða kökur við notum og hvers vegna.

Eyðublaðasannvottunarkaka: Eyðublaðasannvottunarkakan er notuð til að ákvarða hvort notandi er sannvottaður. Eyðublaðasannvottun notar dulkóðaðan sannvottunarlykil sem er búinn til þegar notandi fer inn á vefsvæði og rekur svo ferðir notandans um svæðið.
Google Analytics kaka: Þessar kökur eru notaðar til að safna upplýsingum um hvernig gestir nota vefsvæðið okkar. Kökurnar safna upplýsingum á nafnlausu sniði, þar á meðal um fjölda gesta á vefsvæðið, hvaðan gestir koma á vefsvæðið og hvaða síður þeir hafa heimsótt.

Til að fræðast frekar um kökur, t.d. hvernig má sjá hvaða kökur hafa verið settar upp og hvernig á að stjórna þeim og eyða, skaltu fara á www.allaboutcookies.org

8. Breytingar á eignarhaldi vefsvæðis
Með því að lýsa því yfir að þú samþykkir skilmála þessarar persónuverndaryfirlýsingar, samþykkir þú birtingu til, og notkun af hálfu, eftirfarandi eiganda eða stjórnanda vefsvæðisins, á þeim gögnum sem þú hefur veitt okkur, að því marki sem við framseljum réttindi okkar og skyldur varðandi slík gögn í tengslum við sameiningu, yfirtöku eða sölu á öllum eða næstum öllum okkar eignum, eða í tengslum við sameiningu, yfirtöku eða sölu á öllum eða næstum öllum eignum sem tengjast vefsvæðinu til eftirfarandi eiganda eða stjórnanda. Ef um slíka sameiningu, yfirtöku eða sölu á öllum eða næstum öllum okkar eignum er að ræða telst áframhaldandi notkun þín á vefsvæðinu til marks um að þú samþykkir að vera bundin(n) af þessari persónuverndaryfirlýsingu. Réttur þinn til að afturkalla samþykki þitt og notkun á persónulegum gögnum þínum hvenær sem er helst óbreyttur. Til þess að þú getir nýtt rétt þinn til að afturkalla samþykki þitt fyrir hverja framkvæmd sem lýst er í þessum kafla, verður þér tilkynnt um það fyrir framkvæmdina.

9. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu
Við áskiljum okkur enn fremur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær í samræmi við viðeigandi reglur um gagnavernd. Við tilkynnum þér um allar efnislegar breytingar og mátt þú þá afturkalla samþykki þitt fyrir gagnavinnslunni. Við munum einnig öðru hverju uppfæra þessa persónuverndaryfirlýsingu til að endurspegla ábendingar fyrirtækja og viðskiptavina. Við hvetjum þig til að skoða þessa persónuverndaryfirlýsingu reglulega til að fá áfram upplýsingar um hvernig við verndum persónuupplýsingarnar þínar.

DEILA MEÐ VINUM